Þekkingamiðlun og hagsmunagæsla

Tilgangur samtakanna

Tilgangur samtakanna er þekkingamiðlun og að gæta hagsmuna aðila félagsins, sem stunda ræktun, sjálfbæra öflun, rannsóknir, vinnslu, vöruþróun, fræðslu, nýsköpun og sölu afurða tengda þörungum á Íslandi.

Aðild að samtökunum geta átt fyrirtæki og stofnanir með starfsemi sem fellur að tilgangi félagsins. Einnig geta einstaklingar sótt um aðild. Einstaklingsaðild er gjaldfrjáls, en veitir ekki atkvæðarétt í málefnum félagsins.

Stjórn 2022-23

Stjórn samtakanna var kjörin á stofnfundi, 22. október 2022. Hana skipa:

Sigurður Pétursson (formaður),
Áshildur Bragadóttir,
Eydís Mary Jónsdóttir,
Kristinn Árni L. Hróbjartsson
og Tryggvi Stefánsson.