Ganga í félagið

Aðild að samtökunum geta átt fyrirtæki og stofnanir með starfsemi sem fellur að tilgangi félagsins, sem samkvæmt samþykktum er eftirfarandi:

2. gr. Tilgangur samtakanna er þekkingamiðlun og að gæta hagsmuna aðila félagsins sem stunda ræktun, sjálfbæra öflun, rannsóknir, vinnslu, vöruþróun, fræðslu, nýsköpun og sölu afurða tengda þörungum á Íslandi.

Aðildargjald er 10.000 krónur á ári. 

Þá geta einstaklingar sótt um gjaldfrjálsa aðild. Einstaklingsaðild veitir ekki kosningarétt á aðalfundi eða í málefnum félagins, en einstaklingsaðilar hafa þó áheyrnarrétt á aðalfundi.