Umsögn Samtaka þörungafélaga um skýrslu Boston Consulting Group

Ráðgjafafyrirtækið Boston Consulting Group vann skýrslu um lagareldi fyrir Matvælaráðuneytið.

Samtökin fagna þeirri umfjöllun sem þörungar og möguleikar þeirra fá í skýrslu Boston Consulting Group um lagareldi. Þónokkur fyrirtæki eru í framleiðslu, rannsóknar- og þróunarfasa vegna verkefna tengdum nýtingu stórþörunga til manneldis, sem fæðubótaefni fyrir landbúnað, kolefnisbindingu, orku- og eldsneytisframleiðslu, eða til framleiðslu á umbúðum svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma er mikil og öflug uppbygging að eiga sér stað í framleiðslu á smáþörungum, en eins og skýrslan bendir réttilega á eru mjög öflug fyrirtæki á heimsvísu í smáþörungarækt á Íslandi og mikil uppbygging framundan. Það eru því sannarlega tækifæri í þörungum fyrir Ísland enda henta náttúruleg skilyrði einkar vel fyrir báðar atvinnugreinar.

Hér má sjá umsögnina á Samráðsgátt stjórnvalda.

Mynd eftir Norris Niman.

Previous
Previous

Örþörungafélagið Mýsköpun sækir 100 milljónir

Next
Next

Ráðherra segir mikil tækifæri í þörungarækt