Umsögn Samtaka þörungafélaga um drög að reglugerð EU vegna kolefnisbindinga

Samtök þörungafélaga skiluðu inn umsögn um drög að reglugerð Evrópusambandsins vegna vottun á einingum vegna kolefnisbindingar (“Certification of carbon removals”). Upplýsingar um málið má finna hér.

Samtökin bentu á að mikilvægt væri að binding kolefnis mætti vera úr sjó (þörungar binda CO2 úr efstu lögum sjávar, en ekki beint úr andrúmslofti) og að það að koma í veg fyrir eða minnka losun væri ekki það sama og varanleg binding. Þá lögðum við áherslu á að verkefni utan EU en innan EES væri gjaldgeng og að það yrði gert skýrt að blue carbon verkefni væru gjaldgeng.

Hér er hlekkur á umsögn samtakanna.

Hér er hægt að hlaða niður umsögninni

Previous
Previous

Ráðherra segir mikil tækifæri í þörungarækt

Next
Next

Vakning í þörungarækt